Dagbók lögreglunnar:

Mikið af óskilamunum

11.Ágúst'14 | 15:17

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í liðinni viku enda töluvert um að fólk var að hafa samband vegna týndra muna eftir Þjóðhátíðina. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum enda líklegt að fólk hafi verið búið að fá nóg af skemmtunum í bili a.m.k. Eitthvað var þó um að kvartað væri yfir hávaða frá heimahúsum.

Laust eftir hádegi sl. föstudag var lögregla kölluð að sundlaug Vestmannaeyja en þarna hafði þriggja ára barn verið hætt komið eftir að hafa verið í kafi rúma mínútu.  Sundlaugagestir sem þarna voru nálægt bruðgust skjótt við og hófu lífgunartilraunir sem gengu að óskum.  Stúlkan var í framhaldi af þessu flutt á Sjúkrahús Vestmannaeyja og síðan með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar.   Er ljóst að þarna mátti litlu muna að illa færi en skjót viðbrögð sundlaugagesta, starfsmanna sundlaugarinnar og annarra viðbragðsaðila skiptu sköpum.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en um var að ræða smáræði af ætluðu amfetamíni sem hafði greinilega orðið viðskila við eiganda sinn, en efnið fannst á hafnafsvæðinu.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða minniháttar óhapp. Engin slys urðu á fólki og lítið tjón á ökutækjum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.