Jón Óskar Þórhallsson skrifar:

Uppselt á þjóðhátíð 2015 ?

7.Ágúst'14 | 13:01

Þjóðhátíð Vestmannaeyja lauk aðfararnótt s.l. mánudags og flestir sem hana sóttu að skríða saman ef þeir eru ekki löngu búnir að því.  

Í Eyjum staldra menn alltaf við eftir hátíðina og velta fyrir sér því sem gekk vel og illa og huga að þeirri næstu.  Fyrir fáum árum var um það rætt að mögulega sé orðið uppselt á þjóðhátíð og hefur sú umræða tengst því hversu þétt setin brekkan er á sunnudagskvöldinu.  Einnig hefur sumum fundist þetta vera orðinn of mikill fjöldi á kostnað Eyjastemmingarinnar.   

Það verður seint uppselt á þjóðhátíð enda loka Eyjamenn seint dyrum á gesti sem vilja koma og hefur margt verið gert til að bregðast við auknum fjölda af myndarskap.  Brekkusöngurinn á þjóðhátíð slær hvert metið á fætur öðru, gæsla og sjúkraþjónusta verið efld, aðgengi og aðbúnaður allur bættur ár frá ári svo mikill sómi er að. 

Ábyrgðaraðilar standa vaktina alla helgina og bregðast við ef veður versna og setja skipulagða viðbragðsáætlun sína í gang. S.l. sunnudag var íþróttahúsið opnað fyrir tjaldgesti vegna vindstrengs í Herjólfsdal.  Einnig var hátíðarsvæðið sandborið á sunnudag áður og lagfært áður en hátíðargestir týndust aftur í Dalinn.

Viðburður eins og þjóðhátíð á að skila ríkulega til ÍBV-Íþróttafélags á ári hverju sé rétt haldið á málum. Einnig þjónustuaðila í Eyjum, sem njóta góðs af fullri Eyju í viku í boði ÍBV.   Það er mikið í boði fyrir miðann, stórtónleikar þrjú kvöld í röð og dansleikir fram á nótt, risa flugeldasýning, brenna og ómetanlegt sunnudagskvöld.

Fjárhagslega er hátíðin ekki áhættulaus og hljómsveitir og aðrir skemmtikraftar koma ekki frítt né taka þátt ef illa gengur.  ÍBV-Íþróttafélag er hinsvegar að taka áhættuna af öllu saman og kostar miklu til í aðbúnaði og öryggismálum í samstarfi við sýslumann, lögreglu og aðra aðila er láta sig varða almannaheill. 

Sem þjóðhátíðargestur er ég hvorki að biðja um tilefnislausa hækkun miðaverðs né niðurskurðar á því sem er í boði.  En í velgengni er gott að huga að áhættu þess sem hana ber og arðsemi hans og að mínu mati er allt annað en methagnaður af þjóðhátíðinni í ár vonbrigði.  Leyfi mér að trúa því að félagið hafi borið vel úr býtum og njóti ávaxtanna, enda einvalalið staðið að hátíðinni nú sem hingað til.

Vil ég þakka ÍBV-Íþróttafélagi og þjóðhátíðarnefnd fyrir enn eina frábæru þjóðhátíðina !

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.