Mikil uppsveifla í Eyjum

Nánast ekkert atvinnuleysi ríkir í Vestmannaeyjum vegna aukningar í ferðamennsku.

7.Ágúst'14 | 07:12

Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins hefur atvinnuástandið í Vestmannaeyjum sjaldan eða aldrei verið betra. Mikil aukning í ferðamönnum í eyjum hefur haft jákvæð áhrif á atvinnulífið og mannlífið.

Fram kom í úttektinni að nánast ekkert atvinnuleysi ríki í Vestmannaeyjum um þessar mundir einungis eru 46 án atvinnu af 4264 íbúum og af þeim fáu sem eru atvinnulausir eru nokkrir það vegna skertrar starfsgetu eða árstíðabundnu hléi frá sjómennsku. 

Ástandið í Vestmanneyjum er nú orðið svo að erfitt getur verið að manna stöður. Erlendum íbúum hefur því fjölgað til að sinna störfunum, þá sérstaklega íbúar frá austur Evrópu utan Póllands.

Mikil aukning hefur orðið í veitingastöðum og kaffihúsum en nú starfa 24 veitingastaðir í Eyjum og segja viðmælendur Morgunblaðsins það hafa haft jákvæð áhrif á mannlífið. Mikið er um erlenda ferðamenn á sumrin en Íslendingar eru duglegir að ferðast til Eyja á vorin og haustin.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.