Bros þýðir ekki samþykki kynlífs

30.Júlí'14 | 13:51

Það að manneskja hafi brosað til þín fyrir þremur tímum er ekki gilt samþykki þegar kemur að kynlífi um verslunarmannahelgina. Þetta segir forsvarsmaður forvarnarhóps ÍBV, sem berst fyrir opinskárri umræðu um kynlíf með samþykki þeirra sem það stunda.

Á hverju ári hafa nokkrar nauðganir verið tilkynntar eða kærðar um verslunarmannahelgi. Stærsta útihátíð helgarinnar, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefst á morgun en forvarnarhópur ÍBV berst gegn bleika fílnum, sem er táknmynd fyrir nauðgun. Jóhanna Ýr Jónsdóttir er forsvarsmaður hópsins, sem er skipaður átta manns ásamt fleiri velgjörðamönnum. Hún segir að markmiðið sé að vera eins sýnileg og mögulegt sé; dreifa varningi og koma boðskap á framfæri á stórum skjám.

„Við höfum verið dugleg að stoppa fólk og spjalla, sérstaklega við ungt fólk, um mikilvægi samþykkis í kynlífi, hvað er samþykki og hvað telst þá sem nauðgun,“ segir Jóhanna. 

Hvernig byrjar maður svona spjall?

„Við erum með litla límmiða og spyrjum fólk hvort við megum setja á tjöldin þeirra. Fólk segir held ég alltaf já. Þá byrjar oft hreinlega fólk að spjalla að fyrra bragði. Fólki langar að tala um kynferðisofbeldi og mikilvægi samþykkis. Það sem við erum að reyna er að opna umræðuna. Mér hefur ekki fundist við þurfa að hafa mikið fyrir því. Það gerist meira í maður á mann heldur en í predikunartóni.“

En hvað er mikilvægast að Þjóðhátíðargestir hafi í huga fyrir helgina?

„Ef manneskja sýnir þér áhuga en er þremur tímum síðar orðin peðölvuð, þá gildir það ekki sem samþykki að hún hafi brosað til þín fyrr um kvöldið. Það samþykki er ekki gilt þremur tímum síðar. Það þarf alltaf að meta aðstæður,“ segir Jóhanna.

Fleiri forvarnarhópar gegn nauðgunum starfa um helgina. Sólstafir Vestfjarða, systursamtök Stígamóta, og Mýrarboltafélag Íslands taka höndum saman gegn kynferðisofbeldi á hátíðinni á Ísafirði. Símavakt verður alla helgina og einstaklingar úr hópnum verða áberandi á öllum viðburðum.

RUV.IS

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.