Starfshópur um umferðamál skipaður

29.Júlí'14 | 10:11

Vestmannaeyjahöfn

Á síðasta fundi Umhverfis og skipulagsráðs var skipaður starfshópur um umferðamál í Vestmannaeyjum. Farið var yfir fyrirliggjandi erindi sem væntanlega er komið frá ungum Eyjamanni og varðar bætt öryggi á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar.

Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi erindi og kynnti fyrir ráðinu verkferla Umhverfis- og framkvæmdasviðs í umferðarmálum.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að í starfshópnum verði skipulags-og byggingarfulltrúi, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, fulltrúi lögreglunar og frá umhverfis-og skipulagsráði Kristinn Bjarki Valgeirsson og Jóhanna Ýr Jónsdóttir.
Hlutverk starfshópsins er ma. að fjalla um innsend erindi og koma með tillögur að umferðarúrbótum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is