Lundaveiði samþykkt í bæjarstjórn

29.Júlí'14 | 17:10

Lundi

Samþykkt var í bæjarstjórn í dag að heimila lundaveiði í sex daga í Ágúst. Nokkur umræða var um málið á fundinum og bar Gunnar Þór upp breytingatillögu við þá tillögu sem áður var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði.

Bókun bæjarstjórnar er eftirfarandi:

Gunnar Þór Guðbjörnsson lagði fram svohljóðandi tillögu í lið 10, Lundaveiði:
Hagsmunir stofnsins verða að vera ofar öllu. Það er borðleggjandi að stofninn stendur illa. Því verður að fara afar varlega í alla umræðu um veiðar. Fuglinn skiptir einfaldlega meira máli lifandi en dauður. Við hjálpum mest til með því að leyfa lundastofninum að njóta vafans og sýnt ábyrgð og hlíft honum eftir fremsta megni meðan staðan er svona.
Ég legg til að veiðar á Lunda verði einungis leyfðar eina helgi, 3 daga eða frá 8.-10. ágúst að báðum dögum meðtöldum, en ekki í 5 daga eins og áður hefur verið lagt fram.
Gunnar Þór Guðbjörnsson (sign)
Tillagan var felld með sex atkvæðum.
Liður 10 var samþykktur með fimm atkvæðum. Gunnar Þór Guðbjörnsson sat hjá og vísaði í tillögu sína. Páll Marvin Jónsson sat hjá og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.