Reiknar með svipað stórri Þjóðhátíð og í fyrra

Hörður Orri svarar 10 laufléttum

28.Júlí'14 | 07:31
blys

Þjóðhátíð á sunnudagskvöldi

Nú þegar komið er inní Þjóðhátíðarvikuna ákváðum við á eyjar.net að heyra í fulltrúa þjóðhátíðarnefndar. Það er Hörður Orri Grettisson sem fékk á sig tíu laufléttar spurningar.

  1. Nú er tæp vika í hátíð, hvernig gengur í dalnum?

Það gengur mjög vel í dalnum, þar er allt að smella saman og hafði Eyjólfur orð á því á föstudaginn að það væri hægt að hefja hátíðina á morgun. En sú vinna tók stakkaskiptum eftir að stórasviðið var byggt og hefur sú ákvörðun ekki bara gjörbylt allri hátíðinni heldur einnig auðveldað allan undirbúning í dalnum til muna. Einnig er gaman að segja frá því að nýtt hlið verður frumsýnt á hátíðinni í ár og stendur vinna við það yfir.

  1. Hvernig gengur miðasalan?

            Salan gengur mjög vel, mikil eftirspurn er eftir miðum til eyja og erum við mjög ánægð með gang mála. Vel er orðið selt í allar samgöngur til eyja fyrir hátíð en áhugasamir geta þó enn fundið ferðir með Herjólfi til og frá eyjum á dalurinn.is

   

  1. Nú er seldir svokallaðir dagspassar, bæði laugardag og sunnudag. Hvernig gengur sú sala?

Sú sala hefur gegnið vel. Sunnudagurinn er orðinn þekkt vara og verður stór í ár. Laugardagurinn er nýjung sem er þó byggð á sömu uppskrift og sunndagspassinn, þ.e að þú getur komið til Eyja og farið aftur um nóttina, sú sala fór af stað núna um miðjan Júlí og hefur vaxið með hverjum deginum og verður vonandi stór í ár sem og á næstu árum.

  1. Í ár, á hátíðin stórafmæli og er dagskráin með glæsilegasta móti, er kostað meiru til í ár varðandi dagskránna, miðað við t.d árið í fyrra?

Sammála því að dagskráin er með glæsilegasta móti og miklu til tjaldað. Heildarkostnaður við skemmtikrafta hefur þó ekki hækkað á milli ára, við erum í ár að semja sjálf við nær alla skemmtikraftana og hefur það reynst okkur vel.

  1. Fyrir hverju ert þú spenntastur á dagskránni?

Úr annars frábærri dagskrá er ég mjög spenntur fyrir Quarashi og John Grant á laugardeginum, einnig hlakkar mig mjög til að sjá peyjana í Kaleo.

  1. Nú hefur forvarnarhópur ÍBV ekki verið mikið áberandi í aðdraganda Þjóðhátíðar. Er hann ekki ennþá starfandi?

Forvarnarhópurinn er ennþá starfandi og verður starfandi á hátíðinni í ár eins og undafarin ár. Frábært starf sem þau hafa unnið frá upphafi. Hópurinn starfar hinsvegar ekki lengur undir nafni ÍBV en er í samstarfi við okkur í kringum Þjóðhátíð.

  1. Verður tækniþáttur hátíðarinnar með svipuðu sniði og verið hefur?

Tækniþátturinn verður sá sami og undafarin ár. Hljóð, ljós og mynd er stór partur af upplifuninni og með tilkomu nýja sviðsins er kvölddagskráin haldin í þannig umgjörð að eftir er tekið.

  1. Áttu von á að slá metið frá 2010 í ár?

Ég hef ekkert verið að velta því neitt fyrir mér og er það ekkert markmið í sjálfu sér. Eins og staðan er núna reikna ég bara með svipaðri hátíð og í fyrra. Fyrst og fremst vona ég núna að þetta gangi áfallalaust fyrir sig og hátíðin fari fram í góðu veðri. Við teljum svo bara upp úr kössunum eftir hátíð.

  1. Hvernig verður veðrið um næstu helgi?

Það verður stórkostlegt, sól og blíða alla helgina þannig að bendi fólki bara á að finna sólarvörnina.

  1. Eitthvað að lokum?

Ég óska öllum gleðilegrar Þjóðhátíðar og vona innilega að hún verði okkur öllum ánægjuleg.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).