Jóhann Jónsson rifjar upp Þjóðhátíðina fyrir 50 árum

27.Júlí'14 | 09:00

Jóhann Jónsson Listó rifjar þessa dagana upp á bloggsíðu sinni ýmsan fróðleik um Þjóðhátíð 1964. Þar segir meðal annars:

Nú eftir rétta viku verður búið að setja Þjóðhátíð Vestmannaeyja og dagskráin komin í fullan gang.

Vonum að þessir blessuðu margumræddu veðurguðir verði okkur hliðhollir.
Ég ætla næstu daga til gamans og fróðleiks að sýna ykkur hér dagskrá Þjóðhátíðarinnar 1964, fyrir 50 árum.
Byrja hér á forsíðunni. Þar er texti þjóðhátíðarlagsins ÞAR SEM FYRRUM. Lagið eftir Oddgeir og textinn eftir Ása eins og svo oft áður. Líklega er þarna ein innsláttarvilla, - fárumst ekki um það.
Nú vill svo til að þetta þjóhátíðarlag er ekki á skránni í þjóðhátíðardeild Sagnheima.
 
 Ég vil minna ykkur á sýnunguna í anddyri Safnahúss, Einarsstofu. Sýningin er fyrst og fremst tileinkuð þjóðhátíðarmerkjunum í gegnum tíðina en þar er líka margt annað að sjá tengt þjóðhátíðum. Gunnar Júlíusson á miklar þakkir skyldar fyrir drífandi frumkvæði, hugmyndir og þá geysi miklu vinnu sem hann hefur lagt að mörkum. Einnig vil ég þakka Kára Bjarnasyni fyrir stuðning og lifandi áhuga á verkefninu. Að sjálfsögðu ber að þakka þeim fjölmörgu öðrum sem lögðu þessu verkefni lið, þessari sýningu lið með vinnu og lána muni og ekki síst fyrir að gefa muni tengda þjóðhátíðum til Byggðasafnsins. 
 
 
Á heimasíðu Jóhanns má sjá fleiri pistla um Þjóðhátíðina 1964.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.