Vel sótt Drusluganga

26.Júlí'14 | 16:12

Hin árlega Drusluganga var farin í dag en þetta er í þriðja skiptið sem gangan er farin í Vestmannaeyjum. Drusluganga var fyrst farin 3. apríl 2011 í Ontario, Kanada. Viðburðurinn er haldinn til vekja athygli á því að það skiptir engu máli hvernig manneskja er klædd eða í hvaða ástandi hún er þá hafi enginn rétt á því að nauðga eða misnota líkama hennar. Ábyrgðin er altaf gerandans en slagorð göngunnar er "færum skömmina þangað sem hún á heima".

 

Gangan í dag endaði með því að Hjalti Enok Pálsson og Ágúst Gústafsson héldu tölu og Davíð Arnórsson flutti tónlistaratriði.

Drífa Þöll Arnardóttir er skipuleggjandi göngunnar og hún var ánægð með gönguna. "Við vorum ánægð með mætinguna og veðrið var gott. Við finnum alltaf fyrir meiri og meiri stuðning eyjamanna."

 

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.