Sigurður VE kominn til heimahafnar

Verður til sýnis milli kl. 14 og 17 í dag.

25.Júlí'14 | 12:30

Nú í hádeginu sigldi nýjasta skip flotans, Sigurður VE 15 í fyrsta sinn í heimahöfn. Sigurður er allur hinn glæsilegasti og er hann uppsjávarskip fyrir nóta- og flotvörpuveiðar. Hann var smíðaður í Tyrklandi.

Lengd skipsins er 80,3 metrar og breiddin er 17 metrar. Þá er dýptin 9,6 m. Aðalvélin er 4500 kw Wartsila. Skrúfa skipsins er 4 metrar í þvermál. og er hann búinn tveimur 1000 kw hliðarskrúfum. Þá er fullkomið RSW kælikerfi um borð og er burðargetan 3000 M3 í 12 tönnkum.

Sigurður er með rúm fyrir 22 menn í 15 klefum.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja hafði yfirumsjón með smíði skipsins.

Óhætt er að óska eigendum og starfsfólki Ísfélags Vestmannaeyja, sem og Eyjamönnum öllum til hamingju með glæsilegt skip.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).