Sigurður VE kominn til heimahafnar

Verður til sýnis milli kl. 14 og 17 í dag.

25.Júlí'14 | 12:30

Nú í hádeginu sigldi nýjasta skip flotans, Sigurður VE 15 í fyrsta sinn í heimahöfn. Sigurður er allur hinn glæsilegasti og er hann uppsjávarskip fyrir nóta- og flotvörpuveiðar. Hann var smíðaður í Tyrklandi.

Lengd skipsins er 80,3 metrar og breiddin er 17 metrar. Þá er dýptin 9,6 m. Aðalvélin er 4500 kw Wartsila. Skrúfa skipsins er 4 metrar í þvermál. og er hann búinn tveimur 1000 kw hliðarskrúfum. Þá er fullkomið RSW kælikerfi um borð og er burðargetan 3000 M3 í 12 tönnkum.

Sigurður er með rúm fyrir 22 menn í 15 klefum.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja hafði yfirumsjón með smíði skipsins.

Óhætt er að óska eigendum og starfsfólki Ísfélags Vestmannaeyja, sem og Eyjamönnum öllum til hamingju með glæsilegt skip.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.