Sigurður VE kominn til heimahafnar

Verður til sýnis milli kl. 14 og 17 í dag.

25.Júlí'14 | 12:30

Nú í hádeginu sigldi nýjasta skip flotans, Sigurður VE 15 í fyrsta sinn í heimahöfn. Sigurður er allur hinn glæsilegasti og er hann uppsjávarskip fyrir nóta- og flotvörpuveiðar. Hann var smíðaður í Tyrklandi.

Lengd skipsins er 80,3 metrar og breiddin er 17 metrar. Þá er dýptin 9,6 m. Aðalvélin er 4500 kw Wartsila. Skrúfa skipsins er 4 metrar í þvermál. og er hann búinn tveimur 1000 kw hliðarskrúfum. Þá er fullkomið RSW kælikerfi um borð og er burðargetan 3000 M3 í 12 tönnkum.

Sigurður er með rúm fyrir 22 menn í 15 klefum.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja hafði yfirumsjón með smíði skipsins.

Óhætt er að óska eigendum og starfsfólki Ísfélags Vestmannaeyja, sem og Eyjamönnum öllum til hamingju með glæsilegt skip.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.