Eyjamenn fara í hart ef með þarf

Vestmannaeyjabær hyggst leita réttar síns ef ríkið endurskoðar ekki úthlutun á makrílkvóta.

24.Júlí'14 | 07:11
Vestmannaeyjabær útilokar ekki að fara í málaferli við íslenska ríkið vegna úthlutunar aflaheimilda í makrílstofni í tíð Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Bæjarfélagið telur að það hafi orðið fyrir stórfelldu fjárhagslegu tjóni vegna meintrar ólögmætrar ákvörðunar Jóns um að úthluta sjávarútvegsfyrirtækjum í Vestmannaeyjum ekki makrílkvóta þrátt fyrir lagaskyldu hans til þess.
Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Viðskiptablaðið.
 

„Það liggur fyrir að heildarverðmætið er fimm til sex milljarðar,“ segir Elliði. „Allar tekjur Vestmannaeyjabæjar eru afleiddar tekjur frá öðrum. Það eru bara útsvar og síðan hafnargjöld og aflagjöld. Við erum að fara yfir það núna hversu mikið þetta afleidda tjón er fyrir okkur sem þessi ólögmæta úthlutun Jóns Bjarnasonar hefur í för með sér fyrir sveitarfélagið,“ bætir Elliði við.

 

 

vb.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.