Búnir að veiða um helming af kvóta

24.Júlí'14 | 07:32

VSV vinnslustöðin

Makrílveiðar hafa gengið vel það sem af er vertíðinni, sem hófst fyrir um það bil mánuði. Mikil vinna hefur skapast við að vinna makrílinn. Unnið er löngum stundum í Neskaupstað, þar sem Síldarvinnslan er, í Vestmannaeyjum og víðar.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, segir að það séu uppgrip í eyjum þessa dagana. Næga vinnu sé að fá. "Þetta er ansi mikið ungt fólk sem er í skólum á veturna. Það er sjálfsagt mest svoleiðis," segir hann spurður um sumarstarfsmennina.

Binni segir að Vinnslustöðin sé nú þegar búin að veiða rúmlega sex þúsund tonn af tólf þúsund tonna kvóta sem fyrirtækið fékk úthlutað. Sennilegt sé að fyrirtækið fái tvö þúsund tonn í viðbót. Það þýðir að Vinnslustöðin fær 10% af heildarmakrílkvóta Íslendinga.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er þessa dagana í makrílleit og var djúpt suðaustur af landinu, þegar Fréttablaðið náði tali af áhöfninni í gær. Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri á skipinu, segir að búð sé að fara um Norðurlandið og Austfirðina og um Suðausturland. Hann segir að það hafi ekki sést mikið við norðanvert landið. "Við erum að sjá meira af makríl fyrir Austurlandi og Suðausturlandinu."

Árni Friðriksson mun svo rannsaka meira undan Suður- og Suðvesturlandi og Sveinn segir ekki hægt að segja til um stöðu makrílstofnsins fyrr en ferðinni er lokið. Þá verði hægt að fá heildarmynd af stöðunni.

Ferðin á Árna Friðrikssyni hófst ellefta júlí og reiknað er með að henni verði lokið ellefta ágúst. Þá verður farið í leiðangur í grænlenskri lögsögu. "Grænlendingar leigja skipið í tólf daga," segir Sveinn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.