Sundbjörgun til skoðunar

22.Júlí'14 | 14:39
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að starfsmenn sínir hafi brugðist rétt við þegar tveimur piltum var bjargað af botni sundlaugarinnar síðastliðinn laugardag. Piltarnir og aðstandendur þeirra hafa gagnrýnt hversu langur tími leið þar til hjálp barst.

Voru við leik í grunnu lauginni
Tveimur piltum, 17 og 19 ára, var bjargað frá drukknun í sundlaug Vestmannaeyja á laugardaginn. Þeir voru á ferðalagi með hópi Ganverja sem búa hér á landi. Í viðtali sem birt var á vefmiðlinum Pressan í gærkvöldi segja piltarnir svo frá að þeir hafi verið við leik í grynnri enda laugarinnar. Þeir hafi ekki áttað sig á því hversu hratt laugin dýpki en báðir eru piltarnir ósyndir. Annar þeirra segir að enginn hafi fylgst með þeim í innilauginni og einhverjar mínútur hafi liðið þar til hjálp barst. Aðstandandi mannanna þakkar í viðtalinu starfsfólki og björgunarmönnum en setur spurningamerki við af hverju björgunin hafi tekið svo langan tíma.

Rétt viðbrögð starfsmanna
Arnsteinn Ingi Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, var ekki viðstaddur þegar slysið átti sér stað. Hann segir að fyrstu viðtöl sín við starfsmenn leiði í ljós að rétt hafi verið brugðist við. Arnsteinn vill þó ekki tjá sig nánar um tímasetningar sem fram koma í máli piltanna fyrr en myndbandsupptökur hafa verið skoðaðar og hann hefur rætt nánar við starfsfólk sitt um atburðinn.

Merkingar laugarinnar samkvæmt stöðlum
Arnsteinn bendir á að laugin sé merkt með alþjóðlegum merkjum sem gefi til kynna dýpi laugarinnar á mismunandi stöðum. Þær merkingar séu samkvæmt reglugerð og hafi verið samþykktar af heilbrigðiseftirliti. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn sundlaugarinnar í vafa um hvort mennirnir væru syndir eður ei. Arnsteinn vill ekki tjá sig nánar um það atriði að svo stöddu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is