Málverkasýning á Kaffi Kró

22.Júlí'14 | 10:38
Opnun á myndlistasýngunni Leikir verður miðvikudaginn 23.07.14 kl. 17:00 á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum.
Þar sýnir Kristín Þorláksdóttir málverk sem hún hefur unnið að nýlega. Verkin eru innblásin af draumkenndri veröld barna.
Sýningin mun standa til 1.ágúst

Kristín Þorláksdóttir býr og starfar í Reykjavík sem listamaður. Hún starfar aðallega við götulist en vinnur einnig á striga og í öðrum listformum, til að mynda ljósmyndun og vídeo-verk. Kristín hefur málað á veggi víðsvegar um Evrópu, Suður- og Norður-Ameríku. Auk þess hefur hún tekið þátt í allskyns samsýningum og listahátíðum á því sviði.

Í verkum Kristínar má greina einlægni, tjáningu og samfélagslegar skírskotanir.

Í myndlistasýningunni Leikir, fæst hún við heim barna þar sem mörk milli raunveruleikans og drauma eru óskýr.

Hér er linkur að síðunni hennar Kristínar ásamt myndum. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.