Bæjarráð í dag:

Ítreka mótmæli við sameiningu heilbrigðisstofnanna

22.Júlí'14 | 15:21
Í bæjarráði í dag var rætt um sameiningu heilbrigðisstofnunnar Vestmannaeyja við samskonar stofnanir á suðurlandi. Bæjarráð ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á suðurlandi.
 
 
,,Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Vestmannaeyja, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim og ljóst að núverandi þjónusta liggur hvergi nærri þörf íbúa í Vestmannaeyjum og gesta þeirra. Þá hafa dæmin sýnt að sameining yfirstjórna á landsbyggðinni eru oft undanfari niðurskurðar þar. Þau spor hræða.


Bæjarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða. Nýlegur úrskurður Umboðsmanns Alþingis þar sem tekið er á lögbroti ráðherra við setningu reglugerðar um úthlutun á makrílkvóta sýnir mikilvægi þess fulltrúar ríkisins beri virðingu fyrir áliti sveitarstjórna" segir í bókun bæjarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is