Dagbók lögreglunnar

21.Júlí'14 | 21:47

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu.  Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar fram með ágætum og lítið um útköll á öldurhús bæjarins.  Eitthvað var um, eins og svo oft áður, kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum en eins og svo oft áður tókst ágætlega að fá fólk til að hafa lægra.

Skömmu fyrir hádegi sl. laugardag var óskað eftir aðstoð lögreglu að Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja vegna tveggja manna sem höfðu fundist meðvitundarlausir á botni sundlaugarinnar.  Mennirnir komust fljótlega til meðvitundar, eftir að þeir voru komnir á sundlaugarbakkann og farið var að hefja lífgunartilraunir.  Þeir voru í framhaldi af því fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

 

Laust eftir hádegi sl. laugardag var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi verið stolið, en talið var að henni hafi verið stolið eftir kl. 01:00 aðfaranótt laugardags.  Bifreiðin fannst síðdegis sama dag neðst á Brimhólabraut.  Var bifreiðin óskemmd og engu hafði verið stolið úr henni en greinilegt að henni hafði verið ekið töluvert um nóttina þar sem grynkað hafði á eldneytistanki hennar.  Um er að ræða gráa Toyota Corolla og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir voru á bifreiðinni þessa umræddu nótt, beðnir um að hafa samband við lögreglu.

 

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni, og var í öðru tilvikinu var um að ræða lítisháttar af kannabisefnum sem fundust á farþega sem var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júlí sl.   Í hinu tilvikinu var um að ræða haldlagningu á nokkrum grömmum af kannabisefnum eftir húsleit í íbúðarhúsi hér í bæ síðdegis á föstudaginn.  Teljast máli að mestu upplýst en í báðum tilvikum kváðust þeir aðilar sem þarna komu að máli vera eigendur efnanna og ætluðu þau til eigin nota.

 

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfana- og fíkniefna og þá var ökumaður stöðvaður um liðna helgi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

 

Þá voru tveir ökumenn sektaðir vegna ólöglegrar lagninga ökutækja sinna.

 

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í tveimur tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða en í einu tilviki var um að ræða árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar þannig að flytja þurfti aðra bifreiðina í burt með kranabifreið.  Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%