Skiptu á eig­in­kon­um og börn­um

17.Júlí'14 | 20:47

Íbúar í þorp­inu Aguya í Kumi-héraði í Úganda eru furðulostn­ir eft­ir að tveir karl­menn í þorp­inu ákváðu að skipta á kon­um. Þeir skiptu líka á börn­um.

John Peter Opoo er þrjá­tíu ára og vinn­ur fyr­ir sér með því að keyra fólk um á mótor­hjóli, svo­kölluðu boda boda. Char­les Okwii er 28 ára veiðimaður. Þetta eru menn­irn­ir sem ákváðu sín á milli að skipta á kon­um, líkt og fjallað er um í dag­blaðinu New Visi­on.

Opoo gift­ist Leyu Ingurat sem er nú tví­tug. Sam­an eiga þau tvö börn. Hann greiddi fjöl­skyldu henn­ar á sín­um tíma fyr­ir hana með fjór­um naut­grip­um, sex geit­um og um 8 þúsund krón­um. Okwi gift­ist De­boruh Al­ungat og þau eiga einni sam­an tvö börn. Fyr­ir hana greiddi hann þrjá naugripi, fimm geit­ur og 8 þúsund krón­ur. En núna er Alugat far­in til Opoo og sömu­leiðis börn­in þeirra tvö.

„Mér hef­ur liðið vel með Okwii. Hann er ást­rík­ur og um­hyggju­sam­ur eig­inmaður og ég hef tekið hon­um sem mín­um nýja eig­in­manni,“ seg­ir Ingurat sem seg­ir fyrri eig­in­mann­inn, Hann Opoo, hafa yf­ir­gefið sig fyr­ir Al­ungat.

Ingurat seg­ist hafa farið frá Opoo vegna þess­ara svika. Hún seg­ir hann einnig hafa beitt sig of­beldi. Hún seg­ist því sátt við maka­skipt­in.

Ítar­legra viðtal má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.