ÍBV semur við Svíann hávaxna

16.Júlí'14 | 12:34
ÍBV ætlar að semja við sænska framherjann Isak Nylén en hann heftur æft með liðinu frá mánaðarmótum.

Isak er tveir metrar á hæð en hann var á yngri árum kallaður hinn sænski Peter Crouch.
Hann er á samningi hjá Brommapojkarna í Svíþjóð en hann mun koma á láni til Eyjamanna.
 
,,Þetta er ungur og efnilegur strákur sem er fæddur árið 1995. Okkur vantar meiri breidd í senter stöðuna og það hentar ágætlega að fá hann út tímabilið," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.

Eyjamenn ætla ekki að semja við bandaríska miðjumanninn Joey Spivack sem hefur verið á reynslu hjá félaginu að undanförnu en Sigurður Ragnar útilokar ekki að fá frekari liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðarmót.

,,Við erum að líta í kringum við okkur. Við höfum áhuga á að bæta við leikmanni ef það er einhver sem styrkir okkur," sagði Sigurður Ragnar.

Þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson á leið til ÍBV eftir að hafa verið á láni hjá Sarpsborg í Noregi en hann er væntanlegur til Íslands á morgun.
 

Frétt frá Fótbolta.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.