Hugmynd Gríms kokks hlýtur styrk frá ESB

14.Júlí'14 | 10:32

Grímur kokkur, fiskidagurinn mikli

Verkefni í samstarfi Gríms kokks í Vestmannaeyjum, Matís og fleiri aðila, sem miðar að því að bæta omega-3 fitursýrum í tilbúna sjávarrétti, hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu.

Feitur fiskur er ríkur af fitusýrunum en magur, hvítur fiskur mun síður.

Varan er hugsuð fyrir ákveðna markhópa eins og til dæmis fólk sem er meðvitað um heilsu og hollustu matvæla og gæti neytt hennar í stað fæðubótarefna.

Í þróunarvinnu Matís og Gríms kokks hefur tekist að koma í veg fyrir að lýsisbragð verði af vörunni.

Á næstunni verða gerðar kannanir á í Hollandi á líkamlegri og andlegri heilsu hóps manna sem neyta vörunnar.

 

 

Greint er frá þessu í Fiskifréttum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.