Umhverfis- og skipulagsráð:

Leggja til að lundaveiði verði leyfð í fimm daga

10.Júlí'14 | 15:38

Lundi

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í dag, er lagt til að lundaveiði í Vestmannaeyjum verði leyfð í fimm daga í ágúst. Nánar tiltekið frá 7 - 12. ágúst. Árin 2011 og 2012 var engin lundaveiði heimiluð í Vestmannaeyjum að frumkvæði bæjaryfirvalda en árin þar á undan voru verulegar hömlur settar á veiði eins og gert var síðasta ár þegar fimm dagar voru leyfðar til veiða í júlí. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af ástandi stofnsins sl. ár og þeim mikilvæga menningarlega þætti sem lundaveiði er í sögu Vestmannaeyja.
Ráðið hvetur bjargveiðimenn til þess að haga veiðum þannig að lundinn njóti ætíð vafans. Ráðið leggur einnig þær skyldur á bjargveiðimenn að ef aðstæður leyfa og þeir fara á annað borð til veiða skulu þeir skila öllum hausum af veiddum fugli til Náttúrustofu Suðurlands til rannsókna.
 

Jóhanna Ýr Jónsdóttir fulltrúi Eyjalistans í ráðinu, sat hjá við afgreiðslu málsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.