Bæjarráð fagnar flutningi opinberra starfa

10.Júlí'14 | 08:04

ráðhús ráðhúsið

Á fundi bæjarráðs í fyrradag var fjallað um flutning opinberra starfa út á landsbyggðina. Bæjarráð lýsir mikilli ánægju með að ríkisstjórn skuli þegar hafa hafist handa við að efna það loforð sem gefið var í stjórnarsáttmálanum þar sem ma. segir: “Mikilvægt er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa...”
 
 
Hér má sjá bókunina í heild sinni:
 
 
Bæjarráð Vestmannaeyja óskar kjörnum fulltrúum og íbúum á Akureyri til hamingju með þá niðurstöðu að höfuðstöðvar Fiskistofu skuli verða fluttar þangað. Það er von og trú bæjarráðs að slíkt verði til að efla enn frekar þann sóknarhug sem einkennt hefur Akureyri á seinustu árum, auka fjölbreytni í atvinnulífinu og færa stoðkerfi sjávarútvegsins nær þeim byggðalögum sem byggja afkomu sína á grunnatvinnuveginum.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með að ríkisstjórn skuli þegar hafa hafist handa við að efna það loforð sem gefið var í stjórnarsáttmálanum þar sem ma. segir: “Mikilvægt er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa...”
Þótt bæjarráð Vestmannaeyja styðji allar skynsamar aðgerðir sem verða til eflingar fyrir landsbyggðina og þar með talið flutning starfa í önnur byggðalög minnir það Alþingi og ríkisstjórn Íslands á að skv. svari við fyrirspurn Gunnars Braga sem lagt var fram 09.11 2012 eru opinberum störfum mjög misdreift á landið. Þannig eru til dæmis 23 íbúar á bak við hvert starf í Fjarðabyggð, 24 í Vesturbyggð, 17 í Norðurþingi, 15 á Ísafirði og 13 í Árborg. Í Vestmannaeyjum eru 4280 íbúar og hér eru 135 stöðugildi hjá ríkinu. Það merkir að á bak við hvert slíkt stöðugildi í Vestmanneyjum eru 31 íbúi.
Bæjarráð minnir sérstaklega á að á Íslandi eru 17.516 stöðugildi opinberra starfsmanna (tölur frá 2011) og hefur þeim fjölgað um 227 síðan 2007. Á þessum tíma hafa stór skörð verið höggin í þjónustu ríkisins í Vestmannaeyjum með tilsvarandi fækkun starfsmanna.
Til að undirbúa enn frekar flutning starfa og stofnanna til Vestmannaeyja samþykkir bæjarráð að stofna stýrihóp til undirbúnings slíks. Slíkur hópur verður skipaður á næsta fundi bæjarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.