Sterk viðbrögð við skrifum bæjarstjóra

Jónas Kristjánsson svarar

7.Júlí'14 | 15:29
Ekki eru allir á eitt sáttir við skrif Elliða Vignissonar um flutning opinberra starfa út á land. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa bæjarstjórann er fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson. Einnig hefur vinsælasti bloggari landsins, Jónas Kristjánsson tjáð sig um málið. Hægt er að sjá færslu hans með því að smella ,,Nánar".
Elliði Vignisson er réttur maður á réttum stað. Spilar á staðarrembu, sem er illvígari í Vestmannaeyjum en annars staðar. Tökum hann á orðinu, losnum við Eyjar. Veitum eyjapeyjum sjálfstæði. Losnum við sífellt væl um, að þeir séu hýslar og Reykvíkingar séu sníklar. Það á nefnilega að kosta eitthvað að vera sífellt að gæla við firruna um, að Vestmannaeyingar séu betri og merkilegri en aðrir. Losum okkur við byrðar af ferjunni, flugvellinum og jag Johnsens um göng til Eyja. Látum þá hafa fiskinn, svo framarlega sem hann er ekki veiddur  í fiskveiðilögsögu afgangsins af Íslandi. Leyfum Elliða að skaka kringum Eyjar.
 
Greinin birtist á jonas.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.