Dagbók lögreglunnar

Helgin gekk stór-áfallalaust fyrir sig

7.Júlí'14 | 15:24
Nokkur erill var hjá lögreglu í liðinni viku enda Goslokahátíð haldin um helgina.  Fór hátíðin fram með ágætum og engin alvarleg mál sem upp komu.  Eitthvað var þó um pústra en engar kærur liggja fyrir.   Nokkuð var um það að lögreglan þurfti að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. 

Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina en um var að ræða fíkniefni sem fundust um borð í Herjólfi þegar verið var að þrífa skipið.  Er þarna um að ræða lítisháttar af kannabisefnum.

 

Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða rúðubrot í Vosbúð v/Strandveg.   Talið er að rúðan hafi verið brotin aðfaranótt 5. júlí sl.  Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

                                         

Undir morgun þann  6. júlí sl. sáu lögreglumenn í eftirliti hvar þrjú ungmenni voru inni á útisvæðinu við sundlaugina.  Var þeim gert að yfirgefa svæðið en ekki liggur fyrir kæra vegna atviksins.

 

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í vikunni.  Þá liggur fyrir kæra vegna aksturs gegn rauðu ljósi, akstur án þess að hafa öryggisbeltið spent og ein kæra vegna ólöglegrar lagningar ökutækis.

 

Fjögur umferðaróhapp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.