Þórarinn Ingi snýr aftur heim

4.Júlí'14 | 11:03
Þórarinn Ingi Valdimarsson mun spila með ÍBV síðari hluta sumars í Pepsi-deildinni.

Þórarinn Ingi hefur verið á láni hjá Sarpsborg 08 í Noregi undanfarið eitt og hálft ár en hann mun koma aftur til ÍBV þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
 

,,Ég vildi sjálfur í raun koma heim og hjálpa ÍBV,“ sagði Þórarinn við 433.is.

,,Ég hef bara jákvæða hluti að segja um Noreg og hef notið þess að vera hérna.“

,,Eyjamenn eru í vanda staddir og félagið hefur gert allt fyrir mig í gegnum tíðina, vonandi get ég komið heim og hjálpað liðinu.“

,,Sarpsborg hefur gert vel við mig oeg ég á liðinu mikið að þakka, ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmaður hérna.“

 

Norska liðið reyndi að kaupa Þórarinn nú í sumar en ekki tókst að ná samkomulagi við ÍBV og það skilur Þórarinn vel.

Þórarinn er 24 ára gamall en hann getur spilað sem bakvörður, kantmaður og miðjumaður.

 

433.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.