Krefjast kosninga um nýjan prest í Seljakirkju

4.Júlí'14 | 10:43

óli Jói, Ólafur Jóhann Borgþórsson

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar mun funda í dag um kröfu íbúa í Seljahverfi um að fram fari prestkosningar. Staðan hefur tvisvar verið auglýst. Í fyrra skiptið rann frestur til að sækja um út þann 15. apríl síðastliðinn. Valnefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipa ætti Ólaf Jóhann Borgþórsson, prest í Seljakirkju, í embættið.
„Eftir að fyrra ferlinu lauk var niðurstaða valnefndar á þá leið að biskup ákvað að auglýsa aftur. Það er þrennt í stöðunni sem biskup getur gert. Að staðfesta niðurstöðu valnefndar, framlengja umsóknarfrest eða auglýsa embættið að nýju,“ segir Þorvaldur Víðisson biskupsritari.


Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ástæða ákvörðunar biskups sú að í hópi umsækjenda var kona sem gegnt hefur prestsembætti á Akureyri um árabil. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi því óttast að ráðning Ólafs Jóhanns í stöðu sóknarprests yrði kærð á grundvelli jafnréttislaga. Sóknarbörn í Seljakirkju vildu ekki una við þessa niðurstöðu. Því var fundað um málið og ákveðið að krafist yrði almennra prestkosninga.


Umsóknarfrestur eftir að auglýst var í seinna skiptið rann út fyrsta júlí. Ráðgert er að birta nöfn umsækjenda í dag. „Stjórnin mun fara yfir stöðu með tilliti til starfsreglna sem varða val á prestum,“ segir Hjördís Stefánsdóttir, formaður kjörstjórnar.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.