Fasteignamat hækkar mest í Eyjum

4.Júlí'14 | 10:16

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hefur hækkað mjög mis mikið í prósentum á milli áranna 2010 og 2014 eftir einstökum þéttbýlisstöðum, að því er fram kemur í nýjum gögnum frá Byggðastofnun.

Mest hefur fasteignamat í prósentum hækkað í Vestmannaeyjum eða um 70,6% og næst mest á Höfn í Hornafirði og á Siglufirði, um 64,1%. Þetta eru einu staðirnir þar sem hækkunin er yfir 50%. Hólmavík er þó skammt undan en fasteignamat þar hefur hækkað um 48,7%.

Á fjórum stöðum lækkar fasteignamatið á milli áranna 2010 og 2014. Í Borgarnesi um 6,3%, í Keflavík um 5%, á Selfossi um 1,3% og í Hveragerði um 0,7%.

 

Hækkun heildar fasteignagjalda á milli áranna 2010 og 2014 er almennt meiri en hækkun matsins. Það er aðeins á þrem stöðum, á Höfn í Hornafirði, í Stykkishólmi og á Dalvík sem hækkun gjaldanna er minni en hækkun fasteignamatsins. Mest er hækkun fasteignagjalda á á tímabilinu á Siglufirði 82,3%, Hólmavík 79,3% og í Vestmannaeyjum 72,6%. Þrátt fyrir þessa mikla hækkun eru fasteignagjöldin á þessum stöðum langt frá því hæsa sem gerist. Á tveimur stöðum hafa fasteignagjöld lækkað milli áranna 2010 og 2014, í Keflavík um 0,3% og á Selfossi um 0,2%.

 

Greint er frá þessu á vef Viðskiptablaðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is