Seg­ir lunda­veiðar vart for­svar­an­leg­ar

1.Júlí'14 | 07:40

Lundir lundar

For­stöðumaður Nátt­úru­fræðistofu Suður­lands seg­ir vart for­svar­an­legt að lundi verði veidd­ur nokk­urs staðar á land­inu í ár.

Tals­vert sé reynd­ar af lunda á norðan­verðu land­inu en ástandið sé slæmt syðra, sér­stak­lega í Vest­manna­eyj­um, og fyllsta ástæða til að hafa áhyggj­ur af heild­ar­stærð stofns­ins. Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja tek­ur ákvörðun eft­ir helgi um hvort leyfa eigi lunda­veiðar þar í ár.

Und­an­farna daga hef­ur Ingvar Atli Sig­urðsson, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suður­lands, farið um landið og kannað ástand lunda­stofns­ins. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ingvar lunda­veiðar í Vest­manna­eyj­um ekki ráðleg­ar í ár. „Okk­ur finnst það ekki for­svar­an­legt á meðan ástandið er eins og það er. Hvað veiðar á landsvísu varðar virðist lund­inn vera í blúss­andi vexti fyr­ir norðan,“ seg­ir Ingvar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.