Var með 13 ungmenni á pallinum

Voru að verða of seinir í leik á Shellmótinu

30.Júní'14 | 15:28

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglunni þrátt fyrir að fjöldi manns væri í bænum enda Shellmót-ÍBV haldið með öllum þeim fjölda gesta sem fylgir þeim liðum sem sækja Eyjarnar heim.  Fór mótið að vanda vel fram og engin teljandi útköll í tengslum við það. 

Helgin fór fram með ágætum og fá útköll á öldurhús bæjarins en eitthvað var þó um að lögreglan þurfti, eins og svo oft áður, að aðstoða gesti húsana til síns heima sökum ölvunarástands þeirra.

 

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið.  Í öðru tilvikinu var um að ræða óhapp á gatnamótum Kirkjuvegar og Illugagötu þar sem bifreið var ekið inn á gatnamótin af Illugagötu og í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Kirkjuvegi.  Í hinu tilvikinu var um að ræða óhapp þar sem bifreið var ekið afturábak og lenti á kyrrstæðri bifreið. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en eitthvað tjón varð á ökutækjum.

 

Alls liggja fyrir átta kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og er um að ræða 6 kærur vegna ólöglegrar lagningar ökutækja,  ein fyrir stöðvunarskyldubrot og ein þar sem ökumaður pallbíls var kærður fyrir að aka með farþega á pallinum en alls voru 13 ungir drengir á palli bifreiðarinnar. Gaf ökumaðurinn þá skýringu að hann væri að fara með drengina til leiks í Shellmóti ÍBV, en þeir væru að verða of seinir í leikinn.

 

Lögreglan vill beina því til foreldra og forráðamanna barna, í tilefni af Goslokahátíð um næstu helgi, að virða útivistareglurnar. Til upprifjunar þá eru útivistareglurnar eftirfarandi; börn tólf ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00 og ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir miðnætti.  Þó mega börn vera í fylgd með fullorðnum eftir að útivistatíma lýkur en gera verður þá kröfu að þeir sem fylgja börnunum séu allsgáðir.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%