Tveggja metra Svíi æfir með ÍBV

30.Júní'14 | 21:46
Eyjamenn eru þessa dagana að skoða sænska framherjann Isak Nylén sem mætti til Eyja á föstudaginn og hefur mætt á tvær æfingar með Eyjaliðinu. Eyjamenn gætu fengið hann á láni frá sænska félaginu Brommapojkarna.

Isak Nylén er 2,00 metrar á hæð en hann er fæddur árið 1995. Þegar hann kom á reynslu til Ipswich þegar hann var sextán ára þá var talað um að þar færi hinn sænski Peter Crouch.
„Við erum bara að skoða hann og hann er bara til reynslu hjá okkur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Hann er nýkominn og bara búinn að fara á tvær æfingar. Við erum að skoða það hvort við styrkjum okkur og það er bara óvíst eins og staðan er núna. Það gæti farið í báðar áttir," sagði Sigurður Ragnar.


Isak Nylén er leikmaður sænska félagsins IF Brommapojkarna og hefur verið fyrirliði 19 ára liðs félagsins þar sem hann skoraði 15 mörk í 19 leikjum á síðustu leiktíð.


„Hann er bara hérna að freista gæfunnar. Brommapojkarna á hann og þeir vilja lána okkur hann ef hann er nógu góður fyrir okkur. Hann æfir með okkur fram í júlí og ef allir eru sáttir, bæði við og hann, þá má hann vera hérna fram í október," sagði," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður Knattspyrnudeildar ÍBV.


Isak Nylén hefur minnst á för sína til Vestmannaeyja á twitter-síðu sinni en hann fékk að upplifa Shellmótið um síðustu helgi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.