Íris Róbertsdóttir í varastjórn VSV

26.Júní'14 | 14:58

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., var kjörinn í aðalstjórn Vinnslustöðvarinnar á aðalfundi félagsins í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag, 20. júní. Hann kemur inn í stjórnina í stað bróður síns, Hjálmars Þórs. Aðalstjórnin var að öðru leyti endurkjörin og Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Takts, er áfram formaður hennar.

Einar Þór Sverrisson hæstaréttarlögmaður, Páley Borgþórsdóttir, lögmaður og bæjarfulltrúi í Eyjum, og Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, voru endurkjörin til stjórnarsetu í VSV, Einar Þór er áfram varaformaður stjórnar.

Guðmundur sat áður í stjórn VSV og kemur nú sem sagt inn í hana á nýjan leik. Þeir Hjálmar Þór ráða alls um 32% eignarhlut í VSV í gegnum félög sín, Stillu útgerð og KG fiskverkun, eða með beinni eignaraðild að VSV.

Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Kap VE-4, var endurkjörinn í varastjórn VSV og Íris Róbertsdóttir, kennari og meistaranemi í Háskóla Íslands, var kjörin í stað Magneu Bergvinsdóttur.

 

Seil stærsti einstaki hluthafinn

 

Hluthafar í VSV eru 248 (miðast við 11. júní 2014). Tíu stærstu hluthafarnir eiga samtals um 92% í félaginu.

Frá aðalfundi 2013 hefur sú breyting orðið á eignarhlutum að félag heimamanna í Eyjum, Seil ehf., er orðið langstærsti einstaki hluthafinn með um 40% hlut og Stilla útgerð er næst á listanum með um 26% hlut. Aðrir hluthafar ráða yfir vel innan við 10% hlut hver.

kvotinn.is greinir frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is