Kærður fyrir nagladekk

24.Júní'14 | 08:17
Vikan var ekki mjög erilsöm hjá lögreglu en þó komu, að vanda,  upp ýmis atvik sem leysa þurfti.  Skemmtanahaldið gekk með ágætum en frekar rólegt var í kringum veitingastaði bæjarins og fá útköll í tengslum við skemmtanir sem haldnar voru.

Tveir þjófnaðir voru kærðir til lögreglu í liðinni viku og var í öðru tilvikinu um að ræða þjófnað á Iphone síma en í hinum var um að ræða þjófnað á númeraplötum bifreiðar sem lagt var á Hásteinsvegi.  Talið er að númeraplötunum hafi verið stolið aðfaranótt 19. júní sl.

 

Laust eftir hádegi þann 16. júní sl. var óskað eftir aðstoð lögreglu að Spröngunni en þar hafði drengur á níunda ári fallið úr spröngunni og misst meðvitund.  Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en mun ekki hafa orðið meint af fallinu.

 

Síðdegis þann 19. júní sl. var lögreglu tilkynnt um að ökumaður vinnuvélar hafi misst stjórn á akstrinum á Strandvegi með þeim afleiðingum að vinnuvélin lenti utan vega og fór á hliðina.  Tildrög slyssins munu vera þau að vélinni var ekið niður af Nýjahruni og inn á Strandveg þegar ökumaðurinn missti stjórn á akstinum með fyrrgeindum afleiðingum.  Ökumanninn sakaði ekki en líklegt verður að telja að vinnuvélin sé ónýt.

 

Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en í öðru tilvikinu er um að ræða kæru vegna aksturs á negldum hjólbörðum.  Í hinu tilvikinu er um að ræða umferðaróhapp þar sem sá sem óhappinu olli lét sig hverfa af vettvangi án þess að tilkynna um það.  Óhappið mun hafa átt sér stað annaðhvort á bifreiðastæðinu við Hraunbúiðir eða bifreiðastæðinu við Ísfélagið v/Miðstræti þann 20. júní sl.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.