Fjárfesting fer af stað á ný í sjávarútveginum

21.Júní'14 | 16:58

Kap ve VSV

Meðalaldur íslenskra togara hér á landi hefur farið hækkandi á síðustu árum. Í dag er meðalaldurinn 28 ár og hefur hækkað um fjörutíu prósent frá árinu 1999. Fjárfestingaþörf í sjávarútveginum er orðin töluverð, þá helst í botnfiskveiðum. Teikn eru á lofti því fyrir skömmu bárust fréttir af því að Hraðfrystihúsið Gunnvör og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ættu von á nýjum ísfiskstogurum snemma árs 2016.
Togararnir eru smíðaðir í Kína eftir íslenskri hönnun. Með tilkomu nýrrar tækni geta togarnir dregið tvö troll og aukið nýtingu á millidekki. Nýju skipin munu leysa af hólmi skipin Jón Vídalín VE og Pál Pálsson ÍS sem eru komin til ára sinna. Nýju ísfisktogaranir munu auka hagkvæmni þessara útgerðafyrirtækja töluvert því áætlað er að olíukostnaður dragist saman um rúm 50 prósent. Olíukostnaður er næststærsti útgjaldaliður útgerðarfyrirtækja.


Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna, fagnar þessari þróun.
 

„Þetta er ákaflega jákvætt,“  segir Kolbeinn. „Fjárfesting er að fara af stað í íslenskum sjávarútvegi, sem er gott því við erum með svolítið gamlan flota. Vinnslustöðin og Gunnvör hafa ráðist í að þróa og hanna þessi nýju skip þar sem miðað er að því að minnka verulega olíunotkun, bæði út af hagkvæmni en líka vegna þess að fólk er að horfa til umhverfisþátta meira en áður.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.