Dagskrá 17. júní

16.Júní'14 | 15:50
Á morgun verða liðin 70 ár frá stofnun lýðveldisins. Að því tilefni verða hátíðahöld víða um land. Hér í Eyjum verður boðið uppá ýmislegt. Þar á meðal er:
Kl. 09.00
Fánar dregnir að húni í bænum.
 
 
Kl. 10.30
Hraunbúðir
Fjallkonan – Sóley Guðmundsdóttir
flytur hátíðarljóð.
Tónlistaratriði – Guðmundur Davíðsson.
Kl. 15.00
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir vistmenn og hátíðargesti.
 
 
Kl. 13.20
Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman við íþróttamiðstöðina fyrir skrúðgöngu.
Gengið verður frá íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu og Hásteinsveg að Stakkó í lögreglufylgd.
Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja og fleirum.
 
 
Kl. 14.00
Stakkagerðistún
Formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs
Vestmannaeyja og bæjarfulltrúinn Páll Marvin Jónsson setur hátíðina og flytur hátíðarræðu.
Fjallkonan – Sóley Guðmundsdóttir flytur hátíðarljóð.
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar af alúð.
Ávarp nýstúdents – Gunnar Þorsteinsson.
Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.
Guðmundur Davíðsson syngur.
Una Þorvaldsdóttir og Helga Sóley Aradóttir syngja.
Sólveig Unnur og Leikhúskórinn taka lagið.
 
 
Í menningarhúsinu Kviku (bæjarleikhúsinu) verða tónleikar Leikhúskórsins undir stjórn Sólveigar Unnar kl. 20.00. Kórinn tekur þekkt samtímalög. Miðaverð kr. 1.500.-
Leikfélag Vestmannaeyja skemmtir hátíðargestum með ýmsum uppátækjum, andlitsmálun og glensi.
Popp og kandíflos til sölu á staðnum.
Drullusokkarnir stilla upp stálfákum sínum á Ráðhúströðinni, ef veður leyfir.
Krúttlegar kindur kæta krakkana.
 
 
Kynnir hátíðarinnar – Lonny Barnett.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is