Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum

12.Júní'14 | 08:03

VSV vinnslustöðin

Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012 og 2013, þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum króna. Vinnslustöðin stefndi íslenska í síðasta mánuði og krafðist þess að fá sérstaka veiðigjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
 
Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og telur sig vera með sterkt mál í höndunum. „Ég tel að svo sé. Við hefðum ekki farið af stað nema að halda að það vinnist,“ segir Ragnar.
 
Verjendur ríkisins fá frest fram á haust til að skila inn greinargerð í málinu áður en aðalmeðferð fer fram. Ragnar segir að sérstaka veiðigjaldið sé skattheimta sem eigi sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu.
 
„Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ segir Ragnar ennfremur.
 
Greiddu átta milljarða í sérstakt veiðigjald
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 12,7 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald um átta milljörðum króna. HB Grandi greiddi mest allra fyrirtækja í veiðigjald á umræddu fiskveiðiári eða rétt tæpa tvo milljarða króna. Samherji greiddi næstmest eða rúma 1,2 milljarða. Ragnar á von á því að önnur sjávarútvegsfyrirtæki muni höfða mál fari svo að Vinnslustöðin hafi betur í dómsal.
 
„Þetta eru útreikningar, sem lagðir eru til grundvallar skattheimtunni, sem skattaðilinn hefur ekki nokkra minnstu möguleika á að staðreyna hvort séu réttir.“

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is