John Grant á Þjóðhátíð

4.Júní'14 | 06:54
"Mig langaði að koma fram því ég var beðinn um það og það hljómaði eins og frábært tækifæri til að fara til Vestmannaeyja því ég hef ekki komið þangað áður," segir bandaríski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn John Grant. Hann treður upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og hlakkar mikið til.

"Ég ætla mestmegnis að syngja lög af nýjustu plötu minni, Pale Green Ghosts, og líka nokkur af fyrstu sólóplötunni minni, Queen of Denmark," segir John. Hann er ekki viss hvort hann þori að smakka þjóðhátíðarréttinn, reyktan lunda.

 

"Ég er ekki viss. Kannski."

 

John er á tónleikaferðalagi sem stendur en hann vonast til að vinna meira með íslenskum tónlistarmönnum í framtíðinni. Hann samdi til að mynda enska textann við Eurovision-lag Pollapönks, Enga fordóma, og er stoltur af strákunum.

 

"Mér fannst þeir frábærir og þeir gerðu mig vissulega stoltan. Það er mikill heiður að þeir hafi beðið mig að hjálpa því þeir eru yndislegar manneskjur og frábærir tónlistarmenn og mér fannst lagið þeirra gott. Þeir eru umvafðir góðri orku og flytja frábæran boðskap."

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%