Sjálfstæðisflokkurinn náði fimmta manninum inn

Kjörsóknin í lámarki

1.Júní'14 | 10:08

Sjálfstæðisflokkurinn

Kosið var til sveitarstjórna í gær. Í Vestmannaeyjum voru framboðin tvö. Sjálfstæðisflokkur og Eyjalistinn. Niðurstöðurnar eru þær að listi Sjálfstæðisflokks fékk 73,2% atkvæða og bætir við sig manni.
Eyjalistinn fékk tvo menn kjörna og tapar manni yfir til Sjálfstæðisflokks. Flokkurinn fékk 599 atkvæði eða 26,8% atkvæða. Auðir seðlar voru 119 talsins (5,0%). Kjörsóknin var með lakasta móti og einungis mættu 2.369 manns á kjörstað af 3.171 sem voru á kjörskrá, sem gerir 74,7%.
 
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar á kjörtímabilinu verða því:
 
Elliði Vignisson (D)
Páley Borgþórsdóttir (D)
Páll Marvin Jónsson (D)
Trausti Hjaltason (D)
Birna Þórsdóttir (D)
 
Jórunn Einarsdóttir (E)
Stefán Óskar Jónasson (E)

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.