Þekking og reynsla sjómanna hefur vantað í mörgum málum

Georg Eiður Arnarsson skrifar

27.Maí'14 | 09:23
Stefna okkar á E listanum í samgöngumálum er alveg skýr. Við viljum leita allra leiða til þess að bæta samgöngurnar frá því sem þær eru í dag. Við setjum okkur ekki upp á móti því að ný ferja verði smíðuð, en klárlega þarf fyrst að klára lagfæringar á Landeyjahöfn ásamt nauðsynlegum breytingum, hvort það dugar hins vegar til, verður bara að koma í ljós.
 
Tek reyndar eftir því að sumir frambjóðendur D listans orða þetta næstum því á sama hátt, sem er nokkuð merkilegt í ljósi þess að á núverandi kjörtímabili hefur meirihlutinn fyrst og fremst talað um að það vanti nýja ferju.
 
S.l. sumar hlustaði ég á bæjarstjórnarfund þar sem fjallað var um málefni sem er gríðarlega mikilvægt fyrir alla Eyjamenn, en bara ekki eins og meirihlutinn setti það upp. Þar á ég við tillögu meirihlutans um að bæjarstjórnin mótmælti nýjum veiðigjöldum á útgerðina. Í sjálfu sér er ekkert mál að verja slíkan málflutning, en klárlega er bæjarstjórn Vestmannaeyja ekki í stakk búin til þess að segja til um, hvort að veiðigjöld séu of há eða of lág. Að mínu mati hefði þessi tillaga átt að snúast frekar um tekjuskerðingu bæjarfélagsins vegna þessara veiðigjalda og benda þá t.d. ríkisvaldinu á það og þá kröfu okkar Eyjamanna að nýir skattar á útgerðina sem klárlega skerða tekjur bæjarfélagsins ættu að sjálfsögðu að einhverju leiti að minnsta kosti, að skila sér aftur til bæjarfélagsins, til þess t.d. að minnka niðurskurð til heilbrigðisstofnarinnar og t.d. í frekari fjárframlögum í Landeyjahöfn, að maður tali nú ekki um þetta gríðarlega ósanngjarna gjald sem við Eyjamenn þurfum að borga fyrir það eitt að komast milli lands og Eyja.
 
 
Margir hafa spurt mig að undanförnu um það, hvers vegna ég sé að skipta mér af eftir að hafa sagt mig frá allri pólitík og úr þeim flokki sem ég var skráður í. Svar mitt við þessu er afar einfalt. Að mínu mati er þetta einmitt það sem okkur Eyjamanna vantar, fólk sem er að bjóða sig fram til þess að starfa fyrir bæjarfélagið án þess að vera með eitthvað flokks batterí á bak við sig. Að mínu mati hefur klárlega vantað á þessu kjörtímabili þekkingu og reynslu sjómanna í svo mörgum málum, og þá sérstaklega samgöngu málum okkar. Í mínum huga, þá legg ég inn í þetta bæði heiðarleika og dugnað, sem og þann eiginleika að kunna ekki að gefast upp og það má í sjálfu sér segja sem svo að ég hafi unnið hörðum höndum í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, sennilega alveg frá því að ég var ca. 8-9 ára gamall og hafði vit og getu til þess að setja saman fyrsta gellu vagninn, en margir hafa sagt við mig að með honum hafi ég hafið mína útgerð, sem í dag er orðin 27 ár á eigin bát. Í mínum augum eru tækifæri í öllu, það eina sem þarf er kjarkur til þess að fylgja málum eftir og ég tel mig hafa hann nægan. Ef við á Eyjalistanum fáum nægilega mörg atkvæði, þá mun ég halda áfram að starfa eftir kosningar í nefndum og ráðum bæjarins, í þeim málaflokkum sem ég þekki vel til og þess vegna m.a. er ég í framboði.
 
Georg Eiður Arnarson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.