Við viljum svör

Ragnar Óskarsson skrifar

23.Maí'14 | 16:14

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Það vakti athygli og furðu mína og fjölmargra annarra nú á dögunum þegar bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum lýsti því yfir að samgöngu - og heilbrigðismál væru ekki meðal stóru málanna í Vestmannaeyjum þar sem þau væru alfarið á borði ríkisins. Ég er í raun hissa á því að maður í stöðu bæjarstjóra vogi sér að gengisfella með þessum orðum sínum þá miklu baráttu sem við Vestmannaeyingar höfum háð í langa tíð til þess að fá samgöngu- og heilbrigðismál í lag. En hann um það. Hann verður að fá að hafa sína skoðun og við hin að velta henni vandlega fyrir okkur og spyrja okkur hvort við séum henni sammála eða ekki.
Laugardaginn 31. maí verður kosin ný bæjarstjórn og ég held að á þeirri rúmu viku sem eftir er fram að kosningum verði að gera þá skýlausu kröfu til frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjumstyðji að þeir skýri fyrir kjósendum með óyggjandi hætti hvaða ákvarðanir flokksbræður þeirra í ríkisstjórn hafa tekið um framtíð samgöngu- og heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Ég segi „hafa tekið“ vegna þess að ég er nær fullviss um að ákvarðanir hafa verið teknar. Kannski eru það ákvarðanir sem koma sér illa til birtingar núna rétt fyrir kosningar.
 
Þess vegna er það annars vegar krafa Vestmannaeyinga sem eru að ganga til bæjarstjórnarkosninga að við verðum upplýst um nú í vikunni fyrir kosningar hvort Landeyjahöfn eigi áfram að vera einungis sumarhöfn eða hvort gera eigi eitthvað raunhæft til að bæta þar úr. Þetta er einfaldlega stórmál, hvað svo sem bæjarstjórinn segir, og mikilvægt að við vitum um hvað fram undan er.
Hins vegar er það krafa Vestmannaeyinga að við verðum upplýst um hvað ákveðið hefur verið með sjúkrahúsið. Það er einnig stórmál, hvað svo sem bæjarstjórinn segir. Um framtíð sjúkrahússins verður einnig að upplýsa okkur nú í vikunni fyrir kosningar.

Því fyrr sem þessi svör berast okkur því betra. En við eigum skilin greinargóð svör án málalenginga eða útúrsnúninga.
 

Ragnar Óskarsson
 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.