Ekki í hópi þeirra sem öskra menn áfram

segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV

22.Maí'14 | 08:08

fótbolti

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, fékk sjálfsagt ekki þá byrjun á Íslandsmótinu sem hann óskaði sér. Eyjamenn hafa farið hægt af stað í Pepsi-deildinni og eru einungis með eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum. Nýliðar Víkings koma í heimsókn á Hásteinsvöll í kvöld en Sigurður Ragnar segir þó að ekki sé enn komið að ögurstundu fyrir hans menn.
„Við höfum verið óheppnir í tveimur leikjum af fjórum og það er nóg eftir af mótinu. Öll lið hafa verið að tapa stigum,“ sagði Sigurður Ragnar og bendir á að eins og svo oft áður hafi ÍBV þurft að púsla saman endanlegum leikmannahópi á lokametrum undirbúningstímabilsins.
 
„Við fengum tvo leikmenn frá Trínídad í apríl og af þeim meiðist Jonathan Glenn þremur vikum fyrir mót. Arnar Bragi [Bergsson] kom seint til landsins og Abel [Dhaira] líka. Ég hef trú á því að ÍBV muni styrkjast þegar líður á mótið.“
 
Sigurður Ragnar var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár en átti sjálfur langan leikmannsferil, bæði hérlendis og í atvinnumennsku.
 
„Það er skemmtilegt að vera kominn aftur í karlaboltann. Ég áttaði mig á því að ég saknaði hans – stemningarinnar í klefanum og andrúmsloftsins í hópnum. Menningin í strákahóp er ólík menningunni í stelpuhóp. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ragnar og neitar því ekki að það sé margt ólíkt með karla- og kvennaknattspyrnu.
 
„Margt er auðvitað sameiginlegt. En leikurinn sjálfur er öðruvísi að því leyti að hann er hraðari og strákarnir geta gefið lengri sendingar og þess háttar. Mitt hlutverk sem stjórnandi er þó svipað. Ég er enn að eiga við leikmenn, stilla upp æfingum og vinna með leikfræði og markmið.“

Meira í Fréttablaðinu í dag
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).