Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

19.Maí'14 | 08:54

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær hefur boðið eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ekki geta sinnt garðslætti án aðstoðar að fá garða sína slegna, gjaldfrjálst, þrisvar sinnum yfir sumarið.
Lagt er til að í stað þess að Vestmannaeyjabær útvegi gjaldfrjálsan slátt í þrjú skipti þá bjóði sveitarfélagið upp á niðurgreiðslu að hámarki 15.000 kr á lóð, gegn framvísun gildrar kvittunar fyrir þjónustuna. Þjónustuþegar leita sjálfir til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á garðslátt.
 
Það skal áréttað að niðurgreiddur garðsláttur er einungis veitt þeim eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ráða illa við að sinna garðslættinum sjálfir. Alla jafna er boðið upp á slíka þjónustu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garð þess hús þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema allir íbúar þess séu lífeyrisþegar og falli undir ofangreindar forsendur.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.