Sá, sem þráði titilinn meira, vann.

Ómar Ragnarsson bloggar

16.Maí'14 | 08:50

Ómar Ragnarsson

Það fór eins og mig grunaði og setti á blað hér á blogginu í gær, að þegar jöfn hörð og langvarandi keppni er í úrslitarimmunni í handboltanum, standi það lið uppi sem sigurvegari, þar sem leikmenn og stuðningsmenn þyrstir ögn meira í titilinn en mótherjinn.
Margir spáðu því fyrirfram að Haukar myndu hafa betur í rimmunni og vinna með tölunum 3:0, þ. e. sigra í þremur leikjum í röð og nýta sér sína miklu breidd í leikmannahópnum og sigurhefðina.
 
En það fór á aðra lund og minnir á það þegar KA varð Íslandsmeistari í knattpyrnu hér um árið.
 
Sigurinn er fyrst og fremst Vestmannaeyinga sem heildar, hinnar órofa samheldi og smitandi baráttugleði sem gæddi gamal málttæki nýju lífi: "Trúin flytur fjöll."
 
Til hamingju, Eyjamenn !

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is