Ógild­ir kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar

6.Maí'14 | 15:03

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur fall­ist á kröfu Vest­manna­eyja­bæj­ar og ógilt samn­ing um kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar á öll­um eign­ar­hlut­um í Bergi-Hug­in ehf. af fé­lag­inu Q44 ehf., sem er í eigu út­gerðar­manns­ins Magnús­ar Krist­ins­son­ar.
Vest­manna­eyja­bær stefndi Q44 og Síld­ar­vinnsl­unni og krafðist þess að ógilt­ur yrði með dómi samn­ing­ur um kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar á öll­um eign­ar­hlut­um í Bergi-Hug­in af Q44 ehf. sem var dag­sett­ur í ág­úst 2012. Jafn­framt krafðist stefn­andi máls­kostnaðar úr hendi stefndu.
 
Q44 og Síld­ar­vinnsl­an kröfðust sýknu af öll­um kröfu bæj­ar­ins.
 
Fé­lög­in héldu því fram að það væri bæði „af­kára­legt“ og „óhugs­andi“ að bjóða Vest­manna­eyja­bæ for­kaups­rétt­inn þar sem þá hefði þurft að gefa Bergi-Hug­in ehf. kost á að „kaupa skip­in sem þeir eiga eða hluta­fé í sjálf­um sér“. Dóm­ari seg­ir að þessu beri að hafna.
 
„Vest­manna­eyj­ar hafa frá fyrstu öld­um Íslands­byggðar verið ein helsta ver­stöð lands­ins. Þrátt fyr­ir þá samþjöpp­un sem orðin er hér­lend­is á sviði út­gerðar – og mál þetta ber að nokkru leyti vitni um – er fákeppn­in ekki orðin slík að unnt sé að bera á borð við mál­flutn­ing fyr­ir dóm­stól­um lands­ins að vart sé nokkr­um öðrum út­gerðaraðilum til að dreifa í Vest­manna­eyja­bæ sem keypt gætu skip­in,“ seg­ir m.a. í niður­stöðu héraðsdóms.
 
Fram kem­ur í dóm­in­um, að með frétta­til­kynn­ingu þann 30. ág­úst 2012 hafi Síld­ar­vinnsl­an hf. greint frá því að fé­lagið hefði „und­ir­ritað kaup­samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í út­gerðarfé­lag­inu Berg­ur-Hug­inn ehf.“ í Vest­manna­eyj­um. Fram hafi komið í til­kynn­ing­unni að selj­andi væri „hluta­fé­lag í eigu Magnús­ar Krist­ins­son­ar út­gerðar­manns og fjöl­skyldu“. Um kaup­verð hafi ekki annað komið fram en að það væri „trúnaðar­mál milli kaup­anda og selj­anda“. Með kaup­un­um muni Síld­ar­vinnsl­an hafa aukið afla­heim­ild­ir sín­ar í bol­fiski um­tals­vert og öðlast yf­ir­ráð yfir fjór­um skip­um til bol­fisk­veiða, en fyr­ir ligg­ur að Berg­ur-Hug­inn hafi gert út tvo ný­lega tog­ara, Ber­gey VE-544 og Vest­manna­ey VE-444.
 
Fram kem­ur að Vest­manna­eyja­bær seg­ist hafa strax í kjöl­far þess að til­kynnt hafi verið um söl­una, hafa haf­ist handa við að tryggja að bæj­ar­fé­lag­inu yrði boðið að ganga inn í kaup­in í sam­ræmi við 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða. Því höfnuðu fé­lög­in.
 
Vest­manna­eyja­bær höfðaði því mál og byggði mála­til­búnað sinn á því að sveit­ar­fé­lagið eigi rétt á að ganga inn í kaup­samn­ing milli stefndu um sölu á öll­um eign­ar­hlut­um í Bergi-Hug­in til Síld­ar­vinnsl­unn­ar á grund­velli for­kaups­rétt­ar sveit­ar­fé­lags að fiski­skip­um sam­kvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða.
 
Fram kem­ur í dómi héraðsdóms, að ágrein­ing­ur aðila snýst fyrst og síðast um ákvæði 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða, nán­ar til­tekið hvort ákvæðið nái til þeirra at­vika sem hér liggja til grund­vall­ar og þá hvernig skýra beri orðalag ákvæðis­ins, sem er svo hljóðandi:
 
„Eigi að selja fiski­skip, sem leyfi hef­ur til veiða í at­vinnu­skyni, til út­gerðar sem heim­il­is­festi hef­ur í öðru sveit­ar­fé­lagi en selj­andi á sveit­ar­stjórn í sveit­ar­fé­lagi selj­anda for­kaups­rétt að skip­inu. For­kaups­rétt­ur skal boðinn skrif­lega þeirri sveit­ar­stjórn sem hlut á að máli og sölu­verð og aðrir skil­mál­ar til­greind­ir á tæm­andi hátt. Sveit­ar­stjórn skal svara for­kaups­rétt­ar­til­boði skrif­lega inn­an fjög­urra vikna frá því henni berst til­boð og fell­ur for­kaups­rétt­ur niður í það sinn sé til­boði ekki svarað inn­an þess frests.“
 
Auk þessa varðar deila málsaðila ákvæði 4. mgr. og 5. mgr. 12. gr. laga nr. 116/​2006, sem hljóða svo:
 
„Neyti sveit­ar­stjórn for­kaups­rétt­ar skv. 3. mgr. þess­ar­ar grein­ar skal hún þegar gefa út­gerðaraðilum, sem heim­il­is­festi eiga í sveit­ar­fé­lag­inu, kost á að kaupa skipið og skal op­in­ber­lega leita til­boða í það.
 
Sé skipi ráðstafað and­stætt ákvæðum þess­ar­ar grein­ar um for­kaups­rétt get­ur for­kaups­rétt­ar­hafi kraf­ist þess að sal­an verði ógild enda sé mál­sókn haf­in inn­an sex mánaða frá því að hann fékk vitn­eskju um söl­una. For­kaups­rétt­ur gild­ir ekki sé skip selt á op­in­beru upp­boði. Ákvæði þess­ar­ar grein­ar um for­kaups­rétt gilda ekki við sölu op­inna báta.“
 
Það er niðurstaða héraðsdóms að taka til greina kröfu Vest­manna­eyja­bæj­ar um ógild­ingu samn­ings­ins. Þá er Q44 og Síld­ar­vinnsl­unni gert að greiða Vest­manna­eyja­bæ þrjár millj­ón­ir króna í máls­kostnað.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%