Fjórða skiptið á síðustu sex árum sem Fram og ÍBV mætast í fyrstu umferð

4.Maí'14 | 09:12

fótbolti

Pepsi-deild karla hefst í dag með fimm leikjum. Tveir þeirra fara fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Kl. 16:00 mætast Fram og ÍBV og fjórum tímum seinna mætast KR og Valur í Reykjavíkurslag.
Þetta verður í fjórða sinn á síðustu sex árum sem Fram og ÍBV mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
 
ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik sumarið 2008 eftir tveggja ára dvöl í 1. deildinni og þrjú fyrstu tímabil (2009-2011) liðsins í Pepsi-deildinni mætti það ávallt Fram í fyrstu umferðinni. Safamýrarpiltar höfðu betur í fyrstu tveimur leikjunum, en ÍBV vann loks sigur í þriðju tilraun árið 2011.
 
Leikir Fram og ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar frá 2009:
 
2009: Fram 2-0 ÍBV (Heiðar Geir Júlíusson '76, Hjálmar Þórarinsson '90)
 
2010: Fram 2-0 ÍBV (Tómas Leifsson '4, Ívar Björnsson '56)
 
2011: ÍBV 1-0 Fram (Tryggvi Guðmundsson '90 3)
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is