ÍBV í úrslit með stæl

2.Maí'14 | 07:20
ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag.
 
Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn.
Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum.
 
Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna.
 
Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum.
 
Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra.
 
Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk.
 
Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki.
 
Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.