4 dagar í mót, hitað upp með leikmönnum.- Víðir Þorvarðarson.

30.Apríl'14 | 14:32

fótbolti

Vefsíða Stuðningsmannafélags ÍBV í fótbolta eyjamenn.com hefur undanfarna daga verið að hita upp fyrir komandi knattspyrnuvertíð. Hafa þeir birt viðtöl daglega við leikmenn en fyrsti leikur ÍBV er á sunnudaginn á móti Fram. Við birtum hér að neðan viðtal dagsins en það er við Víði Þorvarðarson.
Gælunafn? Víðir Þorvarðarson
 
Hvað var það síðasta sem þú eldaðir? Egg og beikon, það var samt ekki í morgunmat (insane fact).
 
Uppáhaldsmatur? Allt sem elskulega móðir mín eldar ofan í mig.
 
Hjátrú? Nei ég trúi ekki á nein hindurvitni, ég treysti bara á sjálfan mig.
 
Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Þór Vestmannaeyjum.
 
Besti liðsfélaginn? Það er mjög þægilegt að vita af Matt Garner fyrir aftan sig í vinstri bakverðinum.
 
Sætasti sigur? Hef sagt áður frá þessu og held það verði erfitt að toppa þennan leik þar sem hann hefur mikið persónulegt gildi fyrir mig:
“Síðasti 2. flokks leikur minn með Stjörnunni.
Spiluðum á móti Fram sem voru efstir og við þurftum að vinna með þremur mörkum til að taka af þeim efsta sætið.
Leikurinn byrjaði ekki allt of vel og var staðan 1-1 í hálfleik en svo skoruðum við þrjú í seinni hálfleik og unnum 4-1, ég skoraði fyrri tvö og Ólafur Karl Finsen seinni tvö og það síðasta á 90. mínútu… þessi dagur hefur einnig mikið tilfiningalegt gildi fyrir mig þar sem faðir minn var vakinn tveimur tímum fyrir leik á gjörgæslu landspítalans eftir að hafa verið haldið sofandi í lífshættu í 5 daga.“
 
Mestu vonbrigði? Að tapa tvö ár í röð fyrir KR í 8-liða úrslitum bikars á heimavelli, á afmælisdeginum mínum.
 
Fallegasti knattspyrnumaður á Íslandi? KINGvi Bor.
 
Fallegasta knattspyrnukona á Íslandi? Dóra María
 
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég held að Yngvi Bor hafi fundið upp leikinn og hann á hann ennþá.
 
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Að hita upp án bolta er bæði tilgangslaust og ógeðslega leiðilegt.
 
Frægasta manneskjan í símaskránni? Þar er fátt um fína drætti.
 
Hvað viltu sjá frá stuðningsmönnum liðsins í sumar? Svo lengi sem maður er ekki í íþróttum eða á bíl þá er allt í lagi að hella aðeins í sig fyrir leiki og hafa gaman á vellinum.
Annars vona ég bara að sjá sem flesta á vellinum í sumar.
 
Lokaorð? Ok bæ
 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.