Ævintýraferðin í New York

25.Apríl'14 | 08:35
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og einn af eigendum af sumar-veitingastaðnum Slippurinn í Vestmannaeyjum hefur verið í New York frá mánaðarmótum september/október s.l. Fyrst starfaði hann í tvo mánuði sem „stagé’a“ á nokkrum stöðum, en „Stagé“ er frönskusletta og er notað yfir það þegar matreiðslumenn vinna á veitingastöðum kauplaust, til lengri eða skemmri tíma reynslunnar vegna. Eftir þessa tvo mánuði fór Gísli heim í Jólavertíðina á Slippnum og fór svo aftur til New York strax í byrjun janúar 2014.
Hvað hafði þú hugsað þér að vera lengi?
 
Upphaflega ætlaði ég bara að vera fyrstu tvo mánuðina, en mér var boðinn vinna og ég hreinlega gat ekki neitað! Sé ekkert eftir því. Ég kem svo heim í apríl beint í sumarundirbúning fyrir Slippinn, veitingastað okkar fjölskyldunnar.
 
Segðu okkur aðeins frá stöðunum sem þú hefur verið að starfa á?
Ég byrjaði á því að vinna á „Aska“ í tvær vikur hjá Fredrik Berselius, sem vann F&F í fyrra. Mjög fyndið, fyrsta daginn minn fengu þeir sína fyrstu michelin stjörnu aðeins 10 mánuðum eftir opnun, og staðurinn varð strax mjög vinsæll eftir það. Aska er rosa skemmtilegur staður, gott andrúmsloft inná staðnum og maturinn fallegur & góður. Einungis „tasting menu“ og „bar menu“.

Nánar má lesa um ævintýri Gísla í New York með því að smella hér
 
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.