Öll meðferð skotvopna á Heimaey er bönnuð nema á skotsvæðinu

15.Apríl'14 | 08:12
Að gefnu tilefni vill Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar minna á það að öll meðferð skotvopna er bönnuð á Heimaey nema á skotsvæðinu.
Þeim veiðimönnum sem stunda skotveiðar er einnig bent á að kynna sér þau lög og reglugerðir sem um það gilda.
Úr lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64 frá 1994.
 
17. gr. Fuglar.
 
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands, aflétt friðun eftirtalinna fuglategunda innan þeirra tímamarka er hér segir, sbr. 7. gr.:
 
1. Allt árið: svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn.
2. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
3. Frá 1. september til 31. mars: fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita, skúmur, kjói. Ætíð er heimilt að skjóta kjóa nærri æðarvarpi.
4. Frá 1. september til 10. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
5. Frá 15. október til 22. desember: rjúpa.
 
Heimilt er að takmarka veiðar við ákveðna daga innan þeirra tímamarka sem fram koma í 1. mgr. og ákveðinn tíma sólarhrings.
 
Nú hefur ráðherra ákveðið að aflétta friðun skv. 1. mgr. og getur hann þá að ósk sveitarstjórnar ákveðið að friðun gildi áfram í tiltekinn tíma á ákveðnum svæðum þar sem umferð veiðimanna er talin óæskileg.
 
Óheimilt er að þeyta flautur, fljúga flugvélum eða vera með annan hávaða að óþörfu í grennd við fuglabjörg. Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum.
Óheimilt er að veiða fugla í sárum
 
 
Veiðitímabil :
Frá 1. september til 15. mars: Fýll, dílaskarfur, toppskarfur, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita.
Frá 1. september til 10. maí: Álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
 
 
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%