Sýning á málverkum Magnúsar Kristleifs Magnússonar í Sagnheimum

4.Apríl'14 | 08:17
Í gær opnaði í Sagnheimum sýning Magnúsar Kristleifs Magússonar í Einarsstofu. Sýningin er liður í átaki Listvina Safnahúss við að draga fram Vestmananeyinga sem eru þekktir í sögu Eyjanna fyrir allt annað en listsköpun. Sýningin er unnin í sstafi við fjölskyldu Magnúsar Kristleifs.
 
Kristleifur eða Kiddi Manga, eins og hann var oftast kallaður, var mjög fjölhæfur maður og afrekaði margt á sinni stuttu ævi.
 
Honum var margt til lista lagt, mikill listamaður, íþróttamaður og iðnaðarmaður, en hann var lærður netagerðarmeistari.

Eftir hann lágu margar myndir, bæði málaðar á striga, pappír sem og kolamyndir svo eitthvað sé nefnt.
Nokkuð af málverkum eftir hann fóru undir hraun þegar húsin í austurbænum fóru undir hraun.
Þá skrautmálaði hann ýmsa muni svo sem kistla eins og sjá má hér á sýningunni.
 
Kiddi lét mikið til sín taka við skreytingar á Þjóðhátíð. Sem dæmi þá var honum, 15 ára gömlum, falin umsjón með allri skreytingu á Þjóðhátíð og var hann ávallt allt í öllu í skreytingum á Týsþjóðhátíðum, sem þóttu ævintýralegar, meðal annarra austurlenska og kínverska hofið sem upphaflega voru reist, pálmatrén við tjörnina og mörg önnur skreytingin.
 

Kiddi sá um skreytinguna á 25 ára afmælisfagnaði Týs í Samkomuhúsinu og hefur þess verið getið að aldrei, hvorki fyrr né síðar hafi sá salur verðið betur skreyttur.

Hann lærði netagerð hjá karli föður sínum og alnafna, en sveinstykki Kidda, troll, „Botnvörpulíkan“ var
einmitt eitt af mununum sem voru til sýnis hér á Byggðasafninu, til fjölmargra ára, en það er einmitt uppsett hér í þessum sal í tilefni þessarar sýningar.

Kiddi var mikill íþróttamaður og á þeim árum sem frjálsar íþróttir stóðu í sem mestum blóma, hér á landi, var Kristleifur í röð þeirra bestu. Hann keppti bæði í frjálsum íþróttum, þá helst í þrístökki, langstökki, stangarstökki og hlaupum, sem og í knattspyrnu og körfuknattleik en hann keppti fyrir Týr og ÍBV (áður ÍV og KV) sem og var hann í íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum.
 

Varð þar sigurvegari í þrístökki í landskeppni við Dani 1951, sem og skipaði hann landsliðið sem sigraði Dani og Norðmenn svo frækilega í landskeppni á Bislett leikvangnum í Osló.

Enn hefur enginn Vestmannaeyingur stokkið lengra en hann í þrístökki og langstökki og standa þau met enn. Hann var fyrsti handhafi Olympíubikarsins, sem var sérstakur afreksbikar Frjálsíþróttasambands Íslands.

Magnús Kristleifur Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 23. júlí 1929, dó 8. október 1965,
aðeins 36 ára gamall.
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.