Framboðslisti Eyjalistans ákveðinn

Jórunn Einarsdóttir leiðir framboð Eyjalistans

2.Apríl'14 | 07:59
Framboðslisti Eyjalistans hefur verið ákveðinn. Hann býður fram til bæjarstjórnar við bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 undir listabókstafnum E og er þannig skipaður:
1. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari
2. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri
3. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur
4. Gunnar Þór Guðbjörnsson tæknimaður
5. Auður Ósk Vilhjálmsdóttir rekstraraðili
6. Georg Eiður Arnarson sjómaður
7. Sonja Andrésdóttir matráður
8. Guðjón Örn Sigtryggsson bifreiðastjóri
9. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir sjúkraliði
10. Drífa Þöll Arnardóttir tvíburamóðir
11. Haraldur Ari Karlsson kvikmyndagerðarmaður
12. Hulda Sigurðarsdóttir húsmóðir
13. Jónatan Guðni Jónsson grunnskólakennari
14. Bergvin Oddsson skipstjóri
 
 
Eyjalistinn er félag fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni- grænu framboði og að auki óflokksbundnum og óháðum kjósendum. Allir sem að Eyjalistanum standa eiga það sameiginlegt að vilja vinna að bættum hag Vestmannaeyja með sérstakri áherslu á jöfnuð og samvinnu á öllum sviðum. Hagsmunir heildarinnar verða það viðfangsefni sem listinn mun hafa að leiðarljósi.
 
Frambjóðendur Eyjalistans koma úr mismunandi umhverfi og eiga hver sinn sérstaka bakgrunn og eru þannig vel í stakk búnir til að takast á við þau verkefni sem framundan eru á vettvangi bæjarmála í Vestmannaeyjum.
 
Eyjalistinn og frambjóðendur hans bjóða því fram krafta sína í þágu samfélagsins alls og leitar eftir góðri samvinnu við alla bæjarbúa.
 
Nú þegar er hafin öflug og opin málefnavinna Eyjalistans til undirbúnings kosninganna. Sú málefnavinna heldur áfram fram að kosningum og verður stefnuskrá Eyjalistans birt þegar nær þeim dregur.
 
Þeir bæjarbúar sem áhuga hafa á þátttöku í málefnavinnu Eyjalistans og hafa með því bein áhrif á stefnumótun í málefnum Vestmannaeyja til framtíðar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við einhvern frambjóðenda.
 
Stjórn og frambjóðendur Eyjalistans munu á næstunni ákveða hvernig háttað verður vali á bæjarstjóraefni listans og fulltrúum listans í nefndir á vegum bæjarins.
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%