Trausti Hjaltason skipar 4.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins

1.Apríl'14 | 08:18

Trausti Hjaltason

Í gærkvöldi samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagana í Vestmannaeyjum framboðslista sinn fyrir komandi sveitarastjórnarkosningar. Fyrirfram var vitað að Gunnlaugur Grettisson myndi hætta en aðrir gáfu kost á sér til setu á listanum.
Í 1.sæti listans er Elliði Vignisson bæjarstjóri, í 2.sæti er Páley Borgþórsdóttir og í 3.sæti er Páll Marvin Jónsson en þau sitja í bæjarstjórn í dag. Trausti Hjaltason kemur nýr inn í baráttu sætið en í dag situr m.a. í Fræðslu- og menningarráði.  Ekki var algjör einhugur um listann en 3 greiddu atkvæði gegn listanum, 6 seðlar voru auðir og 31 atkvæði greiddi honum atkvæði sitt.

Í morgun setti Sjálfstæðisflokkurinn í loftið myndband þar sem listinn er kynntur og farið er yfir árangur líðandi kjörtímabils.


 
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar eru eftirfarandi einstaklingar:

1.      1:  Elliði Vignisson

2.      2:  Páley

3.      3: Páll Marvin

4.       4: Trausti Hjaltason

5.       5: Birna Þórsdóttir Vídó

6.       6: Hildur Sólveig Sigurðardóttir

7.       7:Margrét Rós Ingólfsdóttir

8.       8:Sigursveinn Þórðarson

9.       9: Esther Bergsdóttir

10.   10: Geir Jón Þórisson

11.   11: Dóra Kristín Guðjónsdóttir

12.   12: Kristinn Valgeirsson

13.   13: Sæbjörg Logadóttir

14.   14: Gísli Geir Guðlaugsson
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.